Trouble In Tahiti

Trouble in Tahiti

Trouble in Tahiti

 
 

Óperudagar, Tjarnarbíó

Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein

Leikstjóri Pálína Jónsdóttir

Sam og Dinah eru fyrirmyndarhjón sem búa í hinni fullkomnu úthverfaparadís. Undir fægðu yfirborðinu leynist þó veruleiki sem er á skjön við markaðsvædda ímyndina. Við fylgjumst með einum degi í lífi þeirra og tvísýnni atburðarás um framtíð hjónabandsins. Verkið er háðsádeiluverk sem endurspeglar poppmenningu 6. áratugarins í Bandaríkjunum og afhjúpar tálsýn ameríska draumins, heim samanburðar og neyslukapphlaups á kostnað ástarinnar.

Trouble in Tahiti verður nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi en tónskáldið Leonard Bernstein hefði orðið 100 ára á árinu. Óperan er aðeins tæp klukkustund að lengd og verður flutt á ensku. 

Hljómsveitarstjórnandi

Gísli Jóhann Grétarsson

Söngvarar

Ása Fanney Gestsdóttir

Aron Axel Cortes

Tríó söngvarar

Íris Björk Gunnarsdóttir

Gunnar Guðni Harðarson

Ragnar Pétur Jóhannsson

Hljómsveit

Hrönn Þráinsdóttir píanisti

Þórður Hallgrímsson trompetleikari

Símon Karl Sigurðarson klarinettuleikari

Sigríður Hjördís Indriðadóttir flautuleikari

Hönnuðir

Þórdís Erla Zoëga Leikmynd og búningar

Ásta Jónína Arnardóttir Video

Auður Bergdís Snorradóttir Danshönnun

Hafliði Emil Barðason Ljósahönnun

Tinna Þorvalds Önnudóttir Sýningarstjórn

Myndir: Árni Ólafur Jónsson